Dieter

My blogs

About me

Introduction Allir þeir sem drukku brennivín af einhverjum krafti um síðustu aldamót minnast laugardagsþynnkunnar með hlýhug. Dúndrandi hausverkur, innantökur og hræðilegar ofsjónir urðu að engu er klukkan sló hálf þrjú og kveikt var á RÚV. Kominn tími á þýska boltann. Þýð rödd Lárusar Guðmundssonar og stórkostleg knattspyrna tóku við. Ulf Kirsten, Mario Basler, Effenberg, Thomas Häßler, listinn gæti haldið áfram endalaust, urðu heimilsvinir. Innsæi og einlægur áhugi Lárusar lét engan ósnortinn. Veislunni lauk ekki fyrr en á seint á mánudagskvöld með Þýsku mörkunum þar sem Lalli fór með okkur í gegnum síðustu umferð. Ekki má gleyma þætti Guðmundar Hreiðarsson, en hann átti fína spretti sem lýsandi. En útsendingar RÚV frá þýsku knattspyrnunni verða alltaf tengdar Lárusi Guðmundssyni órjúfanlegum böndum. Er ekki kominn tími til að Páll Magnússon hói í Lalla og RÚV hefji aftur útsendingar frá skemmtilegustu, bestu og mest spennandi knattspyrnudeild veraldar?